Harmonikan heiðruð

Hof

4. maí

Miðaverð frá

5.500 kr.

Harmonikan hefur snert hjörtu Íslendinga frá því hún kom til landsins og frá miðri nítjándu öld og langt fram á tuttugustu öld var hún eitt helsta danshljóðfæri landans. Hún á sér sterka taug í þjóðarsálinni og eiga margir góðar minningar um harmonikuleik fjölskyldumeðlima og vina. Áheyrendur fá að kynnast því magnaða hljóðfæri sem harmonikan er og hvernig hægt er að leika á hana hinar ýmsu tegundir tónlistar. 

Á tónleikunum verður flutt fjölbreytt tónlist allt frá hefðbundinni danstónlist til nútímatónlistar þar sem jafnvel er öskursungið við undirleik harmonikunnar. Í tengslum við alþjóðadag harmonikunnar, sem er 6. maí ár hvert, heiðrum við harmonikuna og látum nikkutóna óma um Menningarhúsið Hof. 

Frá klukkan 14:30 geta gestir og gangandi heyrt harmonikuna óma á leið sinni um húsið þar sem hinir ýmsu harmonikuleikarar munu hita áheyrendur upp fyrir tónleikana. 

Á tónleikum í Hömrum klukkan 16:00 munu harmonikuleikarar á heimsmælikvarða flytja áheyrendum mismunandi stíla frá ólíkum tímabilum tónlistarsögunnar. 

Skipuleggjendur viðburðarins eru: Hrund Hlöðversdóttir og Agnes Harpa Jósavinsdóttir. Fram koma: Ásta Soffía Þorgeirsdóttir, Flemming Viðar Valmundsson. Tríó Mýr: Jón Þorsteinn Reynisson, Steinunn Arnbjörg Stefánsd., Daniele Basini. Stórsveit Félags harmonikuunnenda í Eyjafirði undir stjórn Roar Kvam.

Fram koma: Ásta Soffía Þorgeirsdóttir Tríó Mýr: Jón Þorsteinn Reynisson, Steinunn Arnbjörg Stefánsd., Daniele Basini Flemming Viðar Valmundsson

Stórsveit Félags harmonikuunnenda í Eyjafirði undir stjórn Roar Kvam 

Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI listsjóð sem er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningarfélags Akureyrar og af Uppbyggingasjóði Norðurlands eystra.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger