REVOLTA - Geneva Camerata

Harpa

14. júní

Sala hefst

8. apríl 2025, 10:00

(eftir 2 vikur)

Revolta

Byltingarkenndur samruni

Sinfónía og hiphop mætast í fyrsta sinn á Íslandi

Hljómsveitin Geneva Camerata og krumpdansarar í Eldborg 14. júní

Harpa kynnir einstakan viðburð í Eldborg með hljómsveitinni Geneva Camerata þar sem krumpdans sameinast einu mesta meistaraverki tónlistarsögunnar, 5. sinfóníu Dmitris Shostakovítsj.

Fimmta sinfónía Shostakovitsj (1908 – 1975) var frumflutt í Leníngrad árið 1937 þegar ofsóknir Stalín stóðu sem hæst. Verkið er gríðarlega áhrifamikið, fullt af nístandi sársauka sem og himneskri fegurð. Hér er magnþrunginni tónlist Shostakovitsj teflt saman við krumpdans, kraftmikinn street dans sem þróaðist í Los Angeles í kringum síðustu aldamót. Sviðsetning er eftir Kader Attou, margverðlaunaðan danshöfund og brautryðjanda á sviði hip-hop dansmenningar á heimsvísu og dansarann og danshöfundinn Grichka.

Hljóðfæraleikarar Geneva Camerata spila á hljóðfæri sín og dansa ásamt fjórum krump-dönsurum, þeim Grichka, Melissu, Dexter og Hendrickx. Útkoman er gríðarlega kraftmikill gjörningur sem talar beint inn í samtímann og snertir á málum á borð við skilning, frelsi og umburðarlyndi.

Viðburðurinn hefst á sérstöku opnunaratriði þar sem fiðluleikararnir Dorothée Nodé Langlois og Stephanie Park, ásamt GECA og dönsurum, flytja verkið Birds Dancing in a Tree of Light eftir Olgu Trofimova. Verkið var samið sérstaklega fyrir GECA og frumflutt fyrr á þessu ári.

Geneva Camerata (GECA) hefur vakið heimsathygli fyrir ferska og nýstárlega nálgun sína við klassíska tónlist. Hljómsveitin var stofnuð árið 2013 af hinum víðkunna píanóeinleikara og hljómsveitarstjóra David Greilsammer. GECA er rómuð fyrir nýsköpun á sviði sígildrar tónlistar þar sem hún hefur þanið út mörk hins sígilda tónleikaforms og starfað með listafólki úr ólíkum listgreinum, svo sem úr leikhúsi, myndlist, dansi og sirkuslistum. Efnisskrá hennar er víðfeðm og margbreytileg þar sem hún tekst á við fjölbreyttar tónlistarstefnur, sígilda og samtímatónlist, jazz, rokk og raftónlist.

Hljómsveitin hefur aðsetur í Genf og er skipuð um sextíu framúrskarandi hljóðfæraleikurum sem koma frá öllum heimshornum. GECA hefur leikið með fjölmörgum eftirsóttum einleikurum og komið fram á tónleikum í bæði virtum tónleikahúsum og óhefðbundnum tónleikarýmum víða um heim.

Listrænn stjórnandi GECA er David Greilsammer.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger