© 2025 Tix Miðasala
Eskifjarðarkirkja
•
6. apríl
Miðaverð frá
2.490 kr.
Árlegir tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Austurlands eiga sér stað 6. apríl kl 16:00 í Eskifjarðarkirkju. Frumflutningur á Svefnhjól Draumhús Spegilkompa eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur
Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson og einleikari Joanna Natalia Szczelina. Hljómsveitin frumflytur þar nýtt verk eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur sem ber titillinn Svefnhjól Draumhús Spegilkompa.
Joanna Natalia Szczelina flytur hinn glæsilega fyrsta kafla úr píanókonsert Haydns nr. 11 í D-dúr með hljómsveitinni.
Hljómsveitin flytur einnig fjórðu og síðasta sinfóníu Johannesar Brahms.
Einnig frumflytur hljómsveitin verkið Svefnhjól Draumhús Spegilkompa sem hljómsveitin pantaði af Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur.
Ingibjörg Ýr hefur undanfarin ár sett svip sinn á íslenskt tónlistarlíf og unnið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Caput, Kammersveit Reykjavíkur, Nordic Affect, Kór Breiðholtskirkju og fleiri. Verk hennar hafa reglulega verið flutt á Myrkum músíkdögum og hlotið lofsamlega dóma; tónlistargagnrýnandinn Simon Cummings segir um verk hennar Balaena sem flutt var af Kammersveit Reykjavíkur á hátíðinni árið 2023: "[Verkið] var jafnt seiðmagnað, mikilfenglegt og yndisfagurt og sýndi ljóslega að Ingibjörg er tónskáld sem á aukna athygli skilið". Ingibjörg hefur verið útnefnd sem Bjartasta vonin í flokki Sígildrar og samtímatónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum og árið 2023 var verk hennar Fasaskipti þar tilnefnt sem tónverk ársins.
Verkið Svefnhjól, Draumhús, Spegilkompa var samið fyrir Sinfóníuhljómsveit Austurlands í byrjun árs 2025. Það er innblásið af bókinni Svefnhjólið eftir Gyrði Elíasson sem kom út árið 1990.
Nánari upplýsingar má finna á : https://www.facebook.com/ events/2048435552300606