© 2025 Tix Miðasala
Víðistaðakirkja
•
25. maí
Miðaverð frá
4.900 kr.
Kvennakór Reykjavíkur heldur vortónleika 25. maí undir yfirskriftinni Hnjúkaþeyr.
Lagavalið er kannski, líkt og veðurfyrirbærið hnjúkaþeyr, með þeim hætti að það er á köflum hvasst og hviðugjarnt, en þéttist, fellur ljúflega og veldur jafnvel skyndilegum hlýjindum þá aðallega í hjörtum söngkvenna og áheyrenda. Það má alltaf treysta á fjölbreytni í lagavali, tungumálum og tjáningu enda fátt skemmtilegra en að tjútta svolítið undir söngnum. Á tónleikunum mun kórinn syngja hið kraftmikla Fire eftir Katerina Gimon og munu konur sleppa fram af sér beislinu í flutningi þess. Sungið er um styrk, völd og galdur kvenna í lögunum What Happens When a Woman eftir Alexöndru Olsavsky, Famine song eftir Vida og Spinna minni Mistar Þorkelsdóttur. Kórinn reynir sig við finnskuna í laginu Kuulin äänen eftir Laura Jekabsone og einnig við íslensku perlurnar Ég vil lofa eina þá eftir Báru Grímsdóttur og Draumaland Sigfúsar Einarssonar. Coldplay og Simon og Garfunkel verða svo á sínum stað.
Stjórnandi Kvennakórs Reykjavíkur er Ágota Joó.
Verið öll velkomin í Víðistaðakirkju til að eiga með okkur í senn hressilega og ljúfa stund í Hnjúkaþey.
Miðaverð er kr. 4.900. Ónúmeruð sæti.