Vorsýning Dansgarðsins

Borgarleikhúsið

6. apríl

Miðaverð frá

2.500 kr.

Dansgarðurinn, Klassíski listdansskólinn og Óskandi, verður með vorsýningu 6. apríl kl. 11:00 og 14:00 á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. 

Að venju býður Dansgarðurinn upp á fjölbreytta dansveislu þar sem ballettverkið Paquita er sett í nýjan búning og frumsamin nútímadansverk sýnd þar sem áhorfendum er boðið í geimferð með stoppum á mismunandi plánetum ásamt sögulega dansverkinu „Rooster“.

Dansgarðurinn samanstendur af Óskanda, Klassíska listdansskólanum, Dansi fyrir alla og Forward Youth Company. Markmið Dansgarðsins er að bjóða upp á faglega og fjölbreytta danskennslu í klassískum ballett, nútíma- og samtímadansi og skapandi dansi. Gera danskennslu og viðburði aðgengilega fyrir börn og ungt fólk og efla umræðu um sviðslistir á milli ungra áhorfenda og listamanna.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger