Lúðrasveit Hafnarfjarðar - 75 ára afmælistónleikar

Harpa

9. apríl

Miðaverð frá

2.000 kr.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar 

Lúðrasveit Hafnarfjarðar fagnar 75 ára afmæli í ár og blæs til afmælistónleika í Norðurljósum miðvikudaginn 9. apríl kl. 20:00.

Efnisskráin samanstendur að miklu leyti af verkum sem hafa nýlega verið samin eða útsett fyrir lúðrasveitir, meðal annars eftir Philip Sparke, John Williams og Johan de Meij. Einnig verða leikin ýmis verk sem lúðrasveitin hefur leikið gegnum tíðina, svo sem Blásið hornin eftir Árna Björnsson og konsertpolka Páls Pampichler Pálssonar fyrir tvær klarinettur og lúðrasveit, en þar munu Ásdís Birta Guðnadóttir og Kristín Jóna Bragadóttir spila sólópartana.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger