Sigló Freeride Weekend

Siglufjörður

11. apríl

Miðaverð frá

8.790 kr.

600 Norður, GG sport og RedBull kynna, í fjórða skipti, Sigló Freeride Weekend. Skíða og snjóbretta veisla sem þú vilt ekki missa af. Helgin verður pökkuð af skemmtilegu rennsli, góðri tónlist og frábæru fólki.

Föstudagur: Það verður heitt á könnunni á föstudagsmorgninum þegar við bjóðum ykkur velkomin á hátíðina og deilum út aðgangs armböndum og skíðapössum. GG Sport verður á staðnum líkt og í fyrra og kynnir vörur sínar og tekur við forpöntunum hjá áhugasömum. Leiðin liggur svo upp á Skíðasvæði Siglufjarðar þar sem við rennum okkur saman og/eða slöppum af á RedBull spectator svæðinu. Þar spila plötusnúðar góða tóna, bjór frá Segull 67 og létt snarl verður á afsláttarverði fyrir alla með helgararmbönd og RedBull flæðir um holt og hæðir. Við keyrum svo stemninguna upp á næsta level með hinni sívinsælu Chinese downhill keppni í lok dags þar sem öllum með hátíðar armband er frjálst að taka þátt. Engin pressa, bara gleði og húmor! Við endum svo daginn á Segull 67 Brugghúsi, tökum nokkra kalda, gott spjall, létt pubquiz og smá aprés fíling.

*Weatherday, ef veður lítur illa út fyrir laugardag gæti freeride keppnin færst yfir á föstudag.

Laugardagur: Freeride keppnisdagur! Keppt verður í flokki kvenna á skíðum og snjóbretti, flokki karla á skíðum og snjóbretti og í junior flokki (16-17ára), utanbrautar í hlíðum Skíðasvæði Skarðsdals. Fyrir þá sem ætla að keppa muna að skrá sig hér: https://docs.google.com/forms/d/1l7Xa_LtRcx3Wsqih35Mfh-_hmBPC-zQBzp3xfvMmOAY/edit?ts=67bf8dda 

Keppendur í Freeride keppninni taka daginn frekar snemma með skyldumætingu á Riders meeting þar sem upplýsingar um venue, startnr. og fleira verður gefið út. Við höldum svo upp á Skíðasvæði Siglufjarðar, skoðum aðstæður og hitum upp. Þá geta áhorfendur farið að tygja sig upp í fjall og tekið smá rennsli fyrir keppni. Red Bull spectator svæðið verður á sínum stað með góða tóna, góða drykki, gott vibe og frábært útsýni upp í keppnishlíðina (gott að mæta með kíki). Þegar keppni er lokið munum við fagna keppendum með klikkaðri verðlaunaafhendingu í boði GG Sport á spectator svæðinu. Á laugardagskvöldið bíður svo RedBull í bilað eftirpartý á Kaffi Rauðku. Tónleikar af bestu gerð þar sem við klárum alla afgangs orku á dansgólfinu.

Sunnudagur: Frábær dagur til að mæta í fjallið og bara njóta. Taka rennsli með gömlum kunningjum sem og nýjum vinum og fara yfir helgina milli ferða.

*Weatherday, ef veður lítur illa út fyrir laugardag gæti freeride keppnin færst yfir á sunnudag.

Allar frekari upplýsingar á Siglofreeride.com

Innifalið í helgarpassa (armbandi):

  • Aðgangur í Chinese downhill keppni á föstudag

  • Aðgangur í fyrirpartý í Segull 67 Brugghúsi á föstudag

  • 3 daga skíðapassi á Skíðasvæði Skarðsdal á Siglufirði

  • Þátttökugjald í freeride keppni á laugardag

  • Aðgangur að RedBull eftirpartý á laugardag

  • Afsláttur af bjór, drykkjum og snarli á viðburðum í fjallinu

  • Frír RedBull

  • Lítill swagbag

*Note: Hægt er að kaupa helgarpassa án lyftumiða!

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger