Reykjavík Early Music Festival: Sírenur og stríðsmenn - söngvar án orða

Harpa

16. apríl

Miðaverð frá

4.200 kr.

Látið eftir ykkur að hverfa inn í hinn hrífandi heim sautjándu aldar tónlistar með hópnum Concerto Scirocco sem flytur ykkur efnisskrá byggða á nýlega útgefnum hljómdiski. Þið uppgötvið tímana þegar reynt var að láta hljóðfærin búa til frásögn, vekja tilfinningar og mála myndir - rétt eins og mannsröddin gerir - en án orða. Eða eins og fræðimaðurinn Sivestro Ganassi frá Feneyjum skrifaði árið 1535, tónlist getur hermt eftir undrum náttúrunnar og endurspeglað fegurð heimsins án þess að orð komi við sögu.

Concerto Scirocco er þekkt fyrir framúrskarandi listræna hæfileika sína, þar sem vandaðar sögulegar rannsóknir eru sameinaðar kraftmiklum tónlistarflutningi. Hópurinn skipar að þessu sinni 8 tónlistarmenn víðsvegar að úr Evrópu og koma þau með hljóðfæri til landsins sem sjaldan heyrast hér á landi. Hópurinn kemur reglulega fram á virtum hátíðum og tónleikastöðum víða í Evrópu, þar á meðal Festival Oude Muziek í Utrecht, Innsbruck Early Music Festival sem og hinum ýmsum ítölskum tónleikaröðum.

Lengd tónleika ca. 70 mín og án hlés.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger