Mamma Mia! Söngsýning

Bíó Paradís

26. mars

Miðaverð frá

2.900 kr.

Kvennakórinn Katla blæs til samsöngssýningar á hinni sígildu gleðisprengju Mamma Mia! í Bíó paradís.

Hvað er betra en að syngja sér sól í hjarta í vosbúð og vetrarveðri sem enn ræður ríkjum á landinu?

Hér er einstakt tækifæri til að taka þátt í sing-along sýningu með kórkempum, sem munu ekki láta sitt eftir liggja í að leiða sönginn og stemninguna.

Mamma Mia er saga sem á sér stað á grískri eyju og segir frá dóttur í leit að föður sínum til þess að hann geti leitt hana upp að altarinu. Ævintýrið er fléttað inn í 27 af vinsælustu lögum hljómsveitarinnar ABBA en þar má nefna lög eins og Dancing Queen, Knowing Me Knowing You, Super Trouper og Mamma Mia!

Boðið verður upp á tilboð á barnum, sem ætti að hjálpa til við að liðka raddböndin. Auk þess er Happy Hour hjá Bíó paradís 17.00 - 19:00 og tilvalið að mæta snemma.

Þessi skemmtun er haldin í fjáröflunarskyni vegna ferðar kórsins til Strasbourg í maí.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger