© 2025 Tix Miðasala
Bæjarleikhúsið í Mosfellsbæ
•
7 sýningar
Miðaverð frá
3.900 kr.
Galdrakarlinn í Oz hjá Leikfélagi Mosfellssveitar
Söngleikurinn Galdrakarlinn í Oz er byggður á samnefndri bók eftir L. Frank Baum og segir frá hinni ungu Dóróteu og hundinum hennar Tótó sem, eftir að hafa lent í hvirfilbyl á heimili sínu í Kansas, lendir í hinu töfrandi landi Oz. Þar þarf hún ásamt fuglahræðunni, tinkarlinum og huglausa ljóninu að fylgja gula veginum til þess að hitta hinn mikla galdrakarl og fá aðstoð hans til að komast heim. Ferðin er þó ekki hættulaus og þurfa þau meðal annars að varast hina vondu vestannorn.
Leikstjóri er Aron Martin Ásgerðarson og danshöfundur Svanhildur Sverrisdóttir.
Sýnt verður á sunnudögum í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ.