Draumsýn : Jóna G. Kolbrúnardóttir & Ástríður Alda

Hannesarholt

3. apríl

Miðaverð frá

4.900 kr.

Jóna G. Kolbrúnardóttir sópransöngkona og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari flytja ljóðatónlist eftir Clöru Schumann (1819-1896) og Franz Schubert (1797-1828) á tónleikum í Hannesarholti. Verkefnavalið samanstendur af völdum ljóðum eftir F. Schubert og flokkunum Opus 12 og 13 eftir C. Schumann. Í ljóðunum er náttúran í fyrirrúmi og endurspeglar ólíkar birtingarmyndir ástarinnar, margslungnar tilfinningar og drauma mannsins.

F. Schubert lést aðeins 31 árs gamall. Þrátt fyrir stutta ævi var Schubert ótrúlega afkastamikill. Hann samdi yfir 600 söngljóð (Lieder) og hafði áhrif á fjölda tónskálda, þar á meðal Clöru Schumann, Robert Schumann, Johannes Brahms, Richard Strauss og fleiri. Schubert er talinn brautryðjandi þýska söngljóðsins (Lied). Hann bjó yfir einstökum hæfileikum til að tjá hinar dýpstu tilfinningar ljóðanna í fallegum og flæðandi laglínum. Í söngljóðum Schuberts gildir jafnræði milli söngraddarinnar og tóna píanósins, sem dýpka skilning okkar á ljóðinu í sameiningu.  

C. Schumann skilur einnig eftir sig fjöldann allan af tónsmíðum, þrátt fyrir að hafa nánast hætt að semja eftir að hún giftist tónskáldinu Robert Schumann. En líkt og söngljóð Schuberts þá fléttar Schumann píanóleikinn og söngröddina einstaklega vel saman. Línurnar mynda eina heild og tilfinningar ljóðsins komast fullkomnlega til skila. Hún var eftirsóttur og virtúósískur píanóleikari í sinni tíð, og greina má snilli hennar í píanóparti söngljóðanna.

Franz Schubert

Seligkeit - L. H. Chr. Hölty

Clara Schumann - Op. 13

  1. Ich stand in dunklen Träumen - Heinrich Heine

  2. Sie liebten sich beide - Heinrich Heine

  3. Die Liebe sass als Nachtigall - Emanuel Geibel

  4. Der Mond kommt still gegangen - Emanuel Geibel

  5. Ich hab’ in deinem Auge - Friedrich Rückert

  6. Die stille Lotusblume - Emanuel Geibel

Franz Schubert

Frühlingsglaube - L. Uhland

Im Freien - J. G. Seidl

Fischerweise - Franz v. Schlechta

Im Abendrot - Carl Lappe

Sprache der Liebe - Aug. Wilh. Schlegel

Gretchen am Spinnrade úr “Faust” - Goethe

Clara Schumann - Op. 12

  1.  Er ist gekommen in Sturm und Regen - F. Rückert

  2.  Liebst du um Schönheit - F. Rückert

  3.  Warum willst du and're fragen - F. Rückert 

Franz Schubert

Nacht und Träume - Matthäus v. Collin

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger