Ólsen ólsen mót X977

RVK Brewing company

15. mars

Miðaverð frá

2.500 kr.

Ólsen ólsen,hugsanlega mest spilaða spil Íslandssögunnar?

Útvarpsstöðin X977 blæs til Íslandsmeistaramóts í Ólsen ólsen laugardaginn 15. mars kl. 15 en þetta er fyrsta Íslandsmótið sinnar tegundar síðan 2011.

Þátttökugjald er 2500kr og fara öll mótsgjöld í pottinn sem sigurvegari mótsins vinnur.

32 keppendur hefja leik og er keppt með útsláttarfyrirkomulagi. Sigurvegarinn þarf að vinna 3 spil til að komast í næstu umferð þar til einn stendur eftir.

Umsjónarmaður Íslandsmeistaramótsins í Ólsen ólsen er Tommi Steindórs og fer mótið fram á RVK Brewing company í Skipholti.

Það er 18 ára aldurstakmark á þennan viðburð!

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger