J.S. Bach: Messa í h-moll

Neskirkja

6. apríl

Kór Neskirkju ásamt Kammerkór Akraness, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og einvala liði einsöngvara flytur Messu í h-moll eftir Johann Sebastian Bach undir stjórn Steingríms Þórhallssonar.

Flytjendur:

Kór Neskirkju, stjórnandi Steingrímur Þórhallsson

Kammerkór Akraness, stjórnandi Hilmar Örn Agnarsson

Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, konsertmeistari Helga Ragnheiður Óskarsdóttir

Hallveig Rúnarsdóttir sópran

Hildigunnur Einarsdóttir alt

Gissur Páll Gissurarson tenór

Gunnlaugur Bjarnason barítón

H-moll messa Bachs er eitt af mögnuðustu stórvirkjum tónlistarsögunnar. Svissneski

nótnaforleggjarinn Hans Georg Nägel kynnti fyrirhugaða útgáfu verksins árið 1818 með orðunum

“Das größte Musikkunstwerk aller Zeiten und Völker”, eða mesta tónverk allra tíma og þjóða.

Bach samdi messuna á rúmlega 25 ára tímabili, þar sem hann sameinaði fjölmarga tónlistarstíla og

endurnýtti hluta úr mörgum eldri verkum sínum. Í ljósi þess að Bach samdi verkið yfir svo langt

tímabil og betrumbætti það allt til æviloka má líta á það sem einhvers konar tónlistarlegt yfirlit.

Messan er endurspeglun á ferli hans og tónlistarstíl.

Verkið prýða fjölmargir glæsilegir kórkaflar, einsöngsaríur og dúettar sem gera miklar kröfur til

kórsöngvara og einsöngvara. Þá leikur hljómsveit afar mikilvægt og krefjandi hlutverk í messunni.

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger