Íslensku vefverðlaunin 2024

Eiríksdóttir - Gróska

21. mars

Miðaverð frá

17.900 kr.

Föstudaginn 21. mars mun vef- og tækniiðnaðurinn á Íslandi fagna vel unnum störfum á síðasta ári og verðlauna þau verkefni sem þykja hafa skarað fram úr. Að því loknu sleppum við fram af okkur beislinu, tölum bransa, förum á trúnó og dönsum inn í nóttina.

Kynnir kvöldsins er engin önnur en hin sjúklega fyndna Sandra Barilli og lofum við góðu stuði og hellings hlátri.

Gleðin hefst kl 18:00 með freyðivíni og gómsætum smáréttum. Dagskrá hefst kl 19 og mun standa til 22. Eftir afhendingu verðlauna hefst partý-ið þar sem DJ spilar fram eftir kvöldi og skemmtir fólki með góðum tónum sem fær það til að vilja dilla mjöðmunum.

Athugið að takmarkaður fjöldi miða er í boði og því hvetjum við alla til að skrá sig sem fyrst.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger