© 2025 Tix Miðasala
Neskirkja
•
15. mars
Miðaverð frá
2.500 kr.
Franskir kastalar og síðrómantík - Camerarctica
15:15 tónleikasyrpan í Neskirkju laugardaginn 15.mars.
Það er vorstemmning í þessum frönsku verkum sem verða á boðstólum Camerarctica á 15:15 tónleikum í Neskirkju laugardaginn 15.mars kl.15.15.
Tónleikarnir taka u.þ.b klukkutíma.
Tónlist eftir Gabriel Fauré, Darius Milhaud og Francis Poulenc.
Svítan fyrir klarinettu, fiðlu og píanó eftir franska tónskáldið Darius Milhaud er samin árið 1944. Milhaud var hrifinn af brasilískum ryþmum eins og heyra má í svítunni. Þriðji þátturinn minnir á sveitadans þar sem fiðlan og klarinettan mætast fjörlegum leik og síðasti þátturinn er litaður af þjóðlagastefjum og jazzkenndum dansi.
Franska tónskáldið Francis Poulenc var meistari laglínunnar og verkið sem heyrist á tónleikunum er samið við leikrit þar sem Poulenc fer ýmsar leiðir í örstuttum köflum litaðir af dönsum og stemmningum.
L'invitation au chateau eftir leikskáldið Jean Anouih var sýnt árið 1947 yfir hundrað sinnum þar sem krydduð tónlist Poulencs fyrir fiðlu, klarinettu og píanó fær að njóta sín.
Gabriel Fauré samdi tríóð op.120 seint á lífsleiðinni eða árið 1922. Hann hafði klarinettuna í huga í upphafi við gerð tríósins en verkið var á endanum gefið út fyrir fiðlu, selló og píanó en er oft leikið á klarinettu í stað fiðlu eins og heyrist á þessum tónleikum.
Langar línur einkenna tríóið þar sem endurómur síðrómantíska tímabilsins fær að njóta sín í meistaralegum höndum Fauré.
Flytjendur :
Ármann Helgason klarinetta
Gunnhildur Daðdóttir fiðla
Sigurður Halldórsson selló
Ingunn Hildur Hauksdóttir píanó