Ferðasögur frá Georgíu: píanótónleikar og frásögn

Hannesarholt

5. mars

Miðaverð frá

4.900 kr.

Ólína Ákadóttir heldur tónleika þar sem hún spilar vel valin píanóverk og deilir sögum frá ársdvöl sinni í Georgíu.

Georgía er suðupottur fjölbreyttra menningarheima en landið liggur mitt á milli Evrópu og Asíu með himinhá Kákasus-fjöllin í norðri, Svartahafið í vestri, eyðimerkur í suðri og vínekrur í austri. Ólína bjó í höfuðborginni Tbilisi í eitt ár þar sem hún stundaði píanónám og lenti í ýmsum ævintýrum, enda ekki hrædd við að fara ótroðnar slóðir. Á tónleikunum ,,Ferðasögur frá Georgíu” mun Ólína deila vel völdnum sögum í gegnum orð, myndir og tóna. Á efnisskránni eru fjölbreytt verk eftir Bach, Haydn, Debussy, Jórunni Viðar, Revaz Lagidze og fleiri.

Ólína Ákadóttir er ungur og efnilegur píanóleikari. Hún stundar nám við Tónlistarháskóla Noregs en fór í skiptinám 2023-24 til Tbilisi í Georgíu. Árið 2024 varð Ólína einn sigurvegara Ungra einleikara og flutti píanókonsert Jórunnar Viðar með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kjölfarið. Ólína hefur einnig komið fram sem einleikari með Master Orchestra Verona (2024), Sinfóníuhljómsveit Unga fólksins (2023) og kammerhljómsveit nemenda Tónlistarháskóla Noregs (2023). Ólína hefur komið fram á ýmsum tónlistarhátíðum á Íslandi og í Noregi, t.d. Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar á Seyðisfirði, Sumartónleikaröð Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og Tónlistarhátíðinni Seiglu í Hörpunni.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger