© 2025 Tix Miðasala
Reykjavík Edition Hótel
•
2 viðburðir
Miðaverð frá
29.900 kr.
Bentt x Reykjavík EDITION
Það eru allir að tala um gervigreind og þig langar að vita meira:
Hvað er gervigreind?
Hvernig virkar ChatGPT? ... og hvað er Copilot?
Þú leggur í hlýjum bílakjallara, gengur inn á stórfenglega Reykjavík EDITION hótelið og inní fundarsalinn þeirra, þar bíður þín rjúkandi heitt kaffi og þitt eigið skrifborð.
26. febrúar:
Frá klukkan 09:00 - 11:30 ætlum við að læra grunnatriðin í gervigreind - með sérstakri áherslu á ChatGPT! Fyrir áhugasama gefst síðan tími í spjall og umræður, svo námskeiðinu lýkur á bilinu 11:30 - 12:00.
20. mars:
Frá klukkan 13:00 - 15:30 ætlum við að læra grunnatriðin í gervigreind - með sérstakri áherslu á ChatGPT! Fyrir áhugasama gefst síðan tími í spjall og umræður, svo námskeiðinu lýkur á bilinu 15:30 - 16:00.
Námskeiðið skiptist í III. hluta:
I. hluti: Hvað er gervigreind
II. hluti: Notkun gervigreinda
hér er mikilvægt að allir mæti með tölvur þar sem við lærum að nota ChatGP
III. hluti: Hagnýting gervigreindar
Hér er frásögn fyrrum nemanda:
,,Frábært námskeið og ótrúlega faglegur og fræðandi kennari sem kom efninu skýrt frá sér og á skemmtilegan hátt"
Á námskeiðinu lærir þú að nota gervigreind í vinnunni, í atvinnurekstri eða í lífinu.
Námskeiðið er hugsað fyrir byrjendur sem hafa áhuga á gervigreind:
Hefur þú opnað ChatGPT 0-3x? Þá er þetta námskeiðið fyrir þig.
Að lokum er spurningin einföld, hvar byrjar gervigreind?
Jú, gervigreind byrjar hjá Bentt.