© 2025 Tix Miðasala
Háskólabíó
•
7. maí
Miðaverð frá
9.990 kr.
Mark Normand er glaðvær og einlægur uppistandari frá New York. Hann gaf út uppistandsþáttinn “Don’t Be Yourself” á Comedy Central, kom sex sinnum fram í CONAN á TBS, var gestur í The Tonight Show with Jimmy Fallon og The Late Show with Stephen Colbert, auk þess að koma fram í Live at SXSW á Showtime, Inside Amy Schumer, TruTV, Best Week Ever, MTV, Last Comic Standing og @Midnight. Hann gaf einnig út uppistandsplötuna “Still Got It” hjá Comedy Central Records (hún er ekki svo slæm!)
Á síðasta ári vann Mark fyrsta sætið í The Great American Comedy Festival. Árið 2013 sigraði hann Caroline’s March Madness-keppnina og lagði þar 63 aðra grínista að velli. Og þetta er örugglega sjokk fyrir okkur öll, en hann var líka kosinn “Besti grínisti ársins 2013” af Village Voice – já, við vitum! Árið 2012 kom hann fram í John Oliver’s New York Stand-Up Show á Comedy Central og árið 2011 var hann valinn einn af “Comics to Watch” hjá Comedy Central.
Mark er fæddur og uppalinn í New Orleans, Louisiana, ótrúlegt en satt af tveimur eðlilegum foreldrum. Sem barn eyddi hann öllum sínum tíma í að gera stuttmyndir og pissa undir. Hann byrjaði í uppistandi strax eftir háskóla og flutti fljótt til New York. Í dag ferðast Mark um Bandaríkin og kemur fram í uppistandsklúbbum og háskólum, auk þess að hafa verið hluti af mörgum stórum grínhátíðum, þar á meðal í Portland, Seattle, Washington DC, Boston, Vancouver og Melbourne. Árið 2013 var hann valinn einn af “New Faces” á Montreal Comedy Festival.
Og hér eru nokkur önnur verðlaun sem öllum er skítsama um: Mark var valinn einn af Comedy Central’s Comics to Watch á New York Comedy Festival 2011, Besti nýi grínistinn 2012 af Esquire, Efnilegur grínisti beggja stranda af Splitsider og einn af “21 lykilpersónum í New York-grínsenunni” hjá Time Out New York. Úff, afsakið allt þetta.
MIÐAVERÐ OG SVÆÐI:
Almennt: 9.990 kr. (brúnt á mynd, frá röð 4)
VIP M&G: 23.990 kr. (rautt á mynd, fyrstu þrjár raðir)*
* Meet and Greet með Mark innifalið í VIP sætum. Nánari upplýsingar um Meet & Greet verða sendar eigi síðar en þremur dögum fyrir sýningu.
Sjá mynd af sal hér
Umsjón: Sena Live