© 2025 Tix Miðasala
Hannesarholt
•
9. maí
Miðaverð frá
4.900 kr.
Írska söngsveitin SYSTIR er hluti af hinu heimsþekkta ANÚNA Collective og er ein af eftirsóttustu söngveitum Írlands. Systir kemur sérstaklega til Íslands til að halda tónleika í Hannesarholti.
Með lagavali sínu leitast SYSTIR við að draga fram hina fjölbreyttu liti og blæbrigði kvenmannsraddarinnar. Tónlistarflutningurinn er blanda af nútíma söng- og hljóðfæratækni og fornri írskri tónlistarhefð. SYSTIR sækir innblástur í hinar gleymdu sönghefðir Evrópu, einkum sean-nós, sem mætti kalla „írskan rímnasöng.“
Þau eru óhrædd í verkefnavali sínu og flytja á sömu tónleikum miðalda söngperlur og popplög, til að mynda lög eftir Janelle Monáe og Cranberries, í sínum eigin útfærslum. Á síðasta ári voru þau í tónleikaferðalagi um Kína og Japan. SYSTIR hafa nýverið lokið upptöku á plötu sem kemur út á vormisserum 2025.
Listrænn stjórnandi er Michael McGlynn, tónskáld
Meðlimir eru: Ash McGlynn, Caitríona Sherlock, Judith Lyons, Lauren McGlynn, Lorna Breen, Sara Weeda, Sara Di Bella, Sorcha Fenlon, Sigrid Algesten, Cian O’Donnell, Andrew Boushell