Átta konur

Litla Leikhúsið við Sigtún

5. apríl

Leikfélag Selfoss sýnir leiksýninguna Átta konur

Fögur eiginkona, tvær ungar og óstýrilátar dætur, aðþrengd mágkona, gráðug tengdamamma, dularfull ráðskona og kynþokkafull þjónustustúlka eru veðurtepptar í sumarbústað við Þingvallavatn. Húsbóndinn sjálfur liggur sofandi í rúmi sínu uppi á lofti. Eða hvað? Þegar sjö villtar konur eru samankomnar og sú áttunda bætist í hópinn getur allt gerst! Átta konur er Glæpsamlegt gamanverk með söngvum og dansi sem gefur loforð um ógleymanlega kvöldstund í litla leikhúsinu við Sigtún.

Leikverkið Átta konur er eftir franska leikskáldið Robert Thomas (1927-1989). Verkið var frumflutt í París árið 1961, vann til verðlauna og var leikið við miklar vinsældir. Margar af fremstu leikkonum Frakklands léku svo árið 2002 í kvikmynd sem byggð var á verkinu og varð ekki síður vinsæl en leikritið.

Verkið var fyrst sýnt á Íslandi í Þjóðleikhúsinu árið 2006. Fyrir þá uppsetningu aðlagaði Sævar Sigurgeirsson verkið íslenskum aðstæðum og samdi söngtexta.

Leikstjóri er Rakel Ýr Stefánsdóttir.

Sýningin er sýnd í Litla leikhúsinu við Sigtún, Sigtúni 1 á Selfossi.

Næstu sýningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger