© 2025 Tix Miðasala
Harpa
•
24. maí
Miðaverð frá
7.990 kr.
The Highwaymen
Árið 1985, fyrir 40 árum síðan, stigu þekktustu kántrítónlistarmenn allra tíma – Johnny Cash, Waylon Jennings, Willie Nelson og Kris Kristofferson – fyrst saman á svið sem súpergrúbban The Highwaymen. Hljómsveitin sló strax í gegn, og næstu árin héldu fjórmenningarnir fjölda tónleika, gáfu út hljómplötur og boðuðu fagnaðarerindi kántrítónlistarinnar með sínum kraftmikla en þó hugljúfa stíl, sem hreyfði við fólki um allan heim.
Af þessu tilefni ætla þeir Páll Rósinkranz, Júníus Meyvant, Krummi Björgvinsson, Vignir Snær Vigfússon og Jógvan Hansen að leiða saman hesta sína og fara með okkur í ferðalag um sléttur Ameríku, þar sem þeir rifja upp helstu smelli þessa miklu meistara. Sannkallað kántríkvöld í Eldborgarsal Hörpu, laugardaginn 24. maí kl. 21:00.
Lög sem koma til dæmis með að hljóma þessa einstöku kvöldstund eru: Desperados Waiting for a Train, The Highwayman, Riders in the Sky, Always on My Mind, On the Road Again, Folsom Prison Blues, Ring of Fire, Help Me Make It Through the Night, Me and Bobby McGee, Sunday Mornin' Comin' Down, Big River, Heart of Gold, o.fl
Hljómsveitarstjóri: Vignir Snær Vigfússon
Hljómsveit:
Ásgeir Ásgeirsson – gítar
Kristinn Snær Agnarsson– trommur
Tómas Jónsson – píanó og Hammond orgel
Gunnar Hrafnsson – bassi
Vignir Snær Vigfússon – gítar
Ómar Guðjónsson - pedal steel gítar