Helvítis fokking febrúar

Tjarnarbíó

23. febrúar

Miðaverð frá

4.900 kr.

Hvers konar sýning er Helvítis fokking febrúar?

Í stuttu máli sagt grín- og spunasýning sem tekur fyrir málefni líðandi stundar í stóru samhengi.

Af Hverju heitir hún Helvítis fokking febrúar?

Í löngu máli sagt þá vaknar alltaf upp sú spurning í febrúar hvort að febrúar sé ekki versti mánuður ársins? Það er dimmt og kalt og veðurfréttirnar eru bara ein samfelld viðvörun. Jólin eru löngu búin en jólareikningarnir farnir að banka uppá eins og nágranninn á næstu hæð fyrir neðan morguninn eftir gott partý. Partý-i sem áramótaheitin eru löngu, löngu farin heim úr.

Það eru engir almennilegir frídagar í febrúar. Bolludagur er nú reyndar alveg ágætur en bara þangað til þú missir niður á þig rjóma með sultu. Sprengidagur býður upp á "flaggskip" íslenskrar matargerðar, Saltkjöt og baunir. Öskudagur er í raun í dauðateygjunum undan heimsvaldastefnu Hrekkjavökunar. Ef öskudagurinn færi í búning myndi hann vera Voldemort í limbóinu eftir lokabardagann við Harry Potter. Að lokum er það Valentínusardagurinn, en hver getur í alvörunni verið rómantískur í grámyglunni sem febrúar bíður uppá? Samandregið er febrúar, þrátt fyrir að vera stysti mánuðurinn eiginlega eins og mánudagur sem ætlar engan enda að taka.

Sýningin er hugsuð sem mótsvar við þessum helberu leiðindum sem helvítis fokking febrúar er. Um er að ræða grín- og spunasýningu þar sem tekin verða fyrir málefni líðandi stundar enda er húmor besta leiðin í gegnum leiðindi. Vinnum saman úr því áfalli sem febrúar er þann 23. febrúar í Tjarnabíó.

Hópurinn að baki sýningunni samanstendur af þaulreyndum spunaleikurum, grínistum og alvöru leikurum: Sindri Kamban, Gunnlöð Jóna, Rebekka Magnúsdóttir, Guðmundur Einar, Arnór Björnsson og Stefán Gunnlaugur

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger