Nýdönsk í Bæjarbíói

Bæjarbíó

16. - 17. maí

Sala hefst

13. febrúar 2025, 10:00

(eftir 1 viku)

Hljómsveitin Nýdönsk heldur sína árlegu tónleika í Bæjarbíói en hljómsveitin hefur ekki setið auðum höndum síðustu mánuði. Í sumar hljóðrituðu piltarnir nýja breiðskífu á Suður Englandi sem heitir Í raunheimum og hefur farið ansi vel í landann. Á plötunni er meðal annars að finna lag ársins 2024 á Rás 2 og Bylgjunni; Fullkomið farartæki.  

Tónleikarnir í Bæjarbíói munu innibera vinsælustu lög sveitarinnar auk þess sem ekki er ólíklegt að nýmetið slæðist með og jafnvel sitthvað fleira. 

Hljómsveitina skipa þeir Björn Jörundur Friðbjörnsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Jón Ólafsson, Stefán Hjörleifsson og Ólafur Hólm. Þeim til aðstoðar verða þeir Guðmundur Pétursson, gítarleikari og Ingi Björn Ingason, bassaleikari.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger