Sagan af Gýpu

Tjarnarbíó

5. - 6. apríl

Miðaverð frá

3.500 kr.

Mörg börn þekkja söguna af Gýpu en Gýpa er með eindæmum matgráðug og mesta furða að hún hafi ekki verið búin að éta heimilisfólk út á gaddinn. Þegar matinn þrýtur étur hún askinn sinn, karl og kerlingu í kotinu og kúna Kreppilhyrnu. Síðan heldur hún af stað til að leita að meiri mat. Hver skyldi vera svo ólánsamur að verða á vegi hennar ?

Nú er búið að glæða Gýpu lífi með skemmtilegum brúðuleik og tónlist. Tveir leikarar stjórna brúðum og sjá um allan leik og lifandi tónlistarflutning. Sýningin er um 30 mínútur í flutning, tónlist lágstemmd og undirleikur á ukulele og því tilvalin fyrir yngstu áhorfendurna

Leikstjóri sýningarinnar: Jenný Lára Arnórsdóttir.

Leikarar: Jónína Björt Gunnarsdóttir & Sindri Swan.

Leikmyndagerð: Margrét Sverrisdóttir.

Brúðugerð: Margrét Sverrisdóttir.

Búningargerð: Fanney Valsdóttir.

Tónlistahöfundar: Sesselía Ólafsdóttir & Vilhjálmur B. Bragason.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger