© 2025 Tix Miðasala
Harpa
•
22. febrúar
Miðaverð frá
0 kr.
Fötlunarfræði í Háskóla Íslands er 20 ára. Þess vegna verður haldin hátíð í Hörpu.
Hátíðin heitir Uppskera.
Uppskera leggur áherslu á list fatlaðs fólks.
Á Uppskeru sýnir listafólk brot úr leikritum.
Á Uppskeru sýnir listafólk líka brot úr dansverkum.
Boðið verður upp á:
· Táknmáls·túlkun
· Rittúlkun á íslensku
· Sjónlýsingu á íslensku
· Sjónlýsingu á ensku
Í Hörpu er gott aðgengi fyrir hjólastóla.
Lyfta fer á allar hæðir.
Í kjallaranum eru bílastæði fyrir fatlaða.
Á öllum hæðum eru aðgengileg salerni.
Í Eyri er skynvænt rými.
Upplifunarveisla í sinni litríkustu mynd
Í tilefni 20 ára afmælis fötlunarfræða við HÍ verður boðið til sannkallaðrar veislu í Hörpu þar sem listsköpun fatlaðs fólks verður í forgrunni. Dagskráin verður táknmálstúlkuð, sviðsverkin verða táknmálstúlkuð, rittúlkuð á íslensku og sjónlýst bæði á íslensku og ensku. Gott aðgengi er fyrir hjólastóla í Hörpu, bílastæði fyrir hreyfihamlaða, lyftur, aðgengileg salerni á öllum hæðum og skynvænt rými verður í Eyri.
Opnunarhátíð í Eyri
18:30-20:00
Opnun myndlistasýningar, gjörningar og léttar veitingar. Logi Már Einarsson, ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar, ávarpar gesti.
Sviðslistahátíð
Silfurberg
20:00-22:00
Sýnd verða brot úr verkunum, Svartir Fuglar, Fúsi, aldur og fyrri störf, Taktu flugið beibí, Eden og Dúettar. Gjörningurinn Er bara svona og tónlistarmyndbandið Hjálpum þeim verða frumflutt.
Gestgjafi: Elva Dögg Gunnarsdóttir einnig þekkt sem Madam Tourette
Listrænn stjórnandi: Margrét M. Norðdahl
Sviðslistahátíðin er hluti af Uppskeru – menningarhátíðar í Reykjavík dagana 8. febrúar til 8. mars 2025.
Nánar um dagskrá á vef Uppskeru
Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að upplifa stórkostleg verk eftir magnað listafólk.
Öll mega koma á hátíðina og það kostar ekki inn.
Það þarf að taka frá miða á harpa.is eða tix.is (0 krónur)