© 2025 Tix Miðasala
Freyvangur
•
10 sýningar
Miðaverð frá
4.500 kr.
Land míns föður er söngleikur um stríðsárin í Reykjavík, hernámið og það sem því fylgdi.
Hvaða áhrif hafði hernámið á íslendinga, einstaklinga og þjóðlífið í heild? . Athyglin beinist að unga parinu Báru og Sæla og fólkinu í kringum þau. Þau eru að hefja búskap þegar stríðið skellur á. Sæli kýs að fara frekar á sjóinn en í bretavinnuna, en Bára og móðir hennar opna þvottahús sem þjónar hernum. Bára kynnist breskum liðsforingja og í fjarveru Sæla fella þau hugi saman. Ýmislegt gengur á áður en yfir lýkur og hlökkum við til að ferðast með ykkur aftur í tímann.
Höfundur verksins ásamt söngtextum er Kjartan Ragnarsson og tónlist samdi Atli Heimir Sveinsson.
Land míns föður hjá Freyvangsleikhúsinu er í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar og er tónlistin í höndum fagmanna undir stjórn Stefáns Boga Aðalsteinssonar.