Tu Ha? Tu Bjö!

Hannesarholt

15. febrúar

Miðaverð frá

4.900 kr.

Tu Ha? Tu Bjö! kemur fram í Hannesarholti í aðdraganda að upptökum á fyrstu hljómplötu sveitarinnar! Nýtt efni í bland við gamla slagara. Villt sköpunargleði og tilraunastarf sem verður fangað á segulband sléttri viku síðar. Kvöld sem enginn menningarspekúlant ætti að láta fram hjá sér fara.

Tu Ha? Tu Bjö! er kvartett sem mætti skilgreina sem eins konar „tvöfalt dúó“ og hefur verið starfandi með hléum í nokkur ár. Hann leikur einungis frumsamin verk eftir meðlimi og kannar líkindi tveggja blásturshljóðfæra en varpar jafnframt ljósi á sérstöðu fjögurra flytjanda. Hið sameiginlega og hið ólíka verða tvær hliðar sama penings. Liðsmenn fle´tta to´nsmi´ðar si´nar saman við frja´lsan spuna. Kosmo´s við kao´s. Tu Ha? Tu Bjo¨!

Tumi Torfason : trompet

Hannes Arason : trompet

Tumi Árnason : saxófónn

Björgvin Ragnar Hjálmarsson : saxófónn

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger