© 2025 Tix Miðasala
Harpa
•
19. mars
Miðaverð frá
4.500 kr.
Múlinn jazzklúbbur
Flytjendur
Björn Atle Anfinsen, trompet
Karl Olgeirsson, píanó
Jón Rafnsson, bassi
Kristinn Snær Agnarsson, trommur
Um tónleikana
Tríóið DJÄSS hefur starfað frá árinu 2010 og skapað sér nafn og sérstöðu með jazzútsetningum á íslenskum rokk-, punk- og dægurlögum. Tríóið hefur gefið út þrjár plötur sem allar hafa hlotið góðar viðtökur og vinnur nú að sinni fjórðu plötu sem væntanlega mun koma út síðar á þessu ári. Sérstakur gestur á þessum tónleikum verður sænsk-íslenski trompetleikarinn Björn Atle Anfinsen sem er talinn einn efnilegasti spilarinn á sænsku jazz-senunni í dag. Dagskrá tónleikanna mun samanstanda af nýrri tónlist frá DJÄSS, sem eru útsetningar við lög Gunnars Þóðarsonar í bland við tónlist eftir Björn Atle og væntanlega fær eitthvað af lögum af fyrri plötum tríósins að fljóta með.