Þorrablót Skagamanna

Íþróttahús Akraness

15. febrúar

Sala hefst

22. janúar 2025, 10:00

(eftir 9 klukkustundir)

Þorrablót Skagamanna snýr aftur til Íþróttahússins við Vesturgötu þann 15. Febrúar!

Viltu tryggja þér miða á einn glæsilegasta samfélagsviðburð ársins? Þá er Þorrablót Skagamanna eitthvað sem þú vilt ekki missa af!

Dagskráin verður fjölbreytt að venju og öllu til tjaldað, Galító sér um veisluna þar sem boðið verður upp á klassískan þorramat ásamt steikarhlaðborði og veganrétti.

Mývetningurinn Stebbi Jak og Borgfirðingurinn Kristín Sif stýra veislunni með glæsibrag.

Dagskráin er pökkuð af skemmtun og þar má nefna:

Ávarp til Akurnesinga.
Mugison
Emmsje Gauti
Skagaskaupið í umsjón árgangs 1984
Skagamaður ársins
Happadrætti Sjö 9
Magni & Hreimur ásamt hljómsveit íslenska lýðveldisins.

Þetta ásamt fleiru á glæsilegu Þorrablóti okkar skagamanna, hlökkum til að sjá ykkur.

Stærri hópar yfir 10 geta haft samband við okkur á skagablotid@gmail.com og gengið frá miðakaupum.

Allur ágóði af Þorrablóti Skagamanna fer til aðildarfélaga innan ÍA, Björgunarfélags Akraness, ÍA TV og í góðgerðamál.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger