Floni 3 - Útgáfutónleikar

Listasafn Reykjavíkur

21. febrúar

Sala hefst

22. janúar 2025, 12:30

(eftir 1 dag)

Orka í samstarfi við Garcia Events, Tuborg, Dominos, Joe & The Juice, Nova og 66 North kynna:

Floni 3 - Útgáfutónleikar í Listasafni Reykjavíkur, föstudaginn 21. febrúar.

Eftir 5 ára bið sendi tónlistarmaðurinn Floni frá sér hina eftirsóttu breiðskífu Floni 3 í október síðastliðnum og því ber að fagna. Platan verður frumflutt í heild sinni í Listasafni Reykjavíkur þann 21. Febrúar ásamt einvalaliði tónlistarfólks og góðum gestum.

Flona þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en um árabil hefur hann verið einn vinsælasti tónlistarmaður Íslands.

Hann er þekktur fyrir sinn einstaka hljóðheim og er ekki hræddur við að hleypa hlustendum inn í sinn hugarheim í gegnum tónlist sína.

Floni er einnig einstakur performer og enginn verður svikinn er hann stígur á svið í Listasafninu í besta formi lífs síns.

Forsala hefst kl 12:30, þriðjudaginn 21. janúar í gegnum Fyrsta Séns í Nova appinu og fyrir áskrifendur póstlista Garcia Events.

Almenn miðasala hefst klukkan 12:30 miðvikudaginn 22.janúar.

Sérstakir gestir og upphitunaratriði verða tilkynnt síðar.

18 ára aldurstakmark er á tónleikana og miðaverð 7990kr

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger