Vetrarhátíð: Watachico

Salurinn

7. febrúar

Miðaverð frá

0 kr.

Á Vetrarhátíð fara fram tónleikar í Salnum í Kópavogi þar sem Kristofer Rodríguez Svönuson, bæjarlistamaður Kópavogs, mun kynna nýja tónlist undir nafninu Watachico.

Honum til halds ot traust verður einvalalið tónlistarfólks.

Hljómsveitina skipa: Birgir Steinn Theodórsson, Daði Birgisson, Daníel Helgason, Ingibjörg Turchi, Jón Arnar Einarsson, Matthías Hemstock, Örn Guðmundsson, Rósa Guðrún Sveinsdóttir, Sölvi Kolbeinsson og Tumi Torfason.

Hljómsveitin mun flytja nýjustu verk Kristofers ásamt lögum af fyrstu plötu hans, Primo, sem tilnefnd var til íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2020.

Ókeypis er á tónleikana og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger