© 2025 Tix Miðasala
IÐNÓ
•
16. - 23. febrúar
Miðaverð frá
3.900 kr.
Hún bíður að 18 ára aldir. Hún bíður eftir því að verða étin. Hún óskar eftir samþykki stráka. Hún þráir samþykki stráka. Hún rakaði sig meira að segja… alls staðar. Hún gerir allt eins og hún á að gera. Hún er fullkomin. Hún þráir að vera étin af strák, það er tilgangur hennar.
Það er ekkert sem öndin þráir meira í heiminum en að vera étin af strák. Endurnar í tjörninni hafa kennt henni hvernig á að fá strák til að éta sig og hvernig hún á að hegða sér svo að strákarnir velji hana. Í leiðangri hennar að finna strák til að éta sig, finnur hún sig í miklum tilfinninga rússíbana sem hefur áhrif á alla í tjörninni. Dans sólóverk sem þokar út mörkin milli kvenleika og andarleika. Var það þetta sem hún beið svona lengi eftir? Var það þess virði?
Birta Ásmundsdóttir er ungur og upprennandi dansari og danshöfundur. Í verkum hennar notar hún kvenleika sem verkfæri til að ná til áhorfenda. Einlægni og hið mannlega einkennir kóreógrafíuna þar sem Birta leikur sér að tilfinningum í gegnum húmor. Birta útskrifaðist með BA gráðu úr samtímadansi úr Listaháskóla Íslands vorið 2022. Eftir útskrift hefur hún sýnt verkið sitt “birta” á Reykjavík Dance Festival árið 2022, sem og unnið við sviðshreyfingar og kóreógrafíu í ýmsum verkum sem sett voru upp í Tjarnarbíói og Borgarleikhúsinu. Undanfarið hefur Birta mest unnið í residensíum og verkefnum erlendis, bæði í samstarfi við aðra listamenn sem og einstaklingsverkefni. Henni áhlotnaðist sá heiður að vinna hennar nýjasta verk “when a duck turns 18 a boy will eat her” í Kjarvalsstofu í París. Hún þróaði svo hugmyndina lengra í residensíu í Litháen, vann dramatúrgíu í vinnustofu í Kýpur og að lokum kláraði hún verkið á Dansverkstæðinu í Reykjavík.
"Birta sýnir hugrekki í að takast á við þetta efni og líka að standa svona berskjölduð mitt í hópi áhorfenda. Það var auðvelt að fylgja henni eftir í þeim tilfinningum sem öndin gekk í gegnum. Það verður fróðlegt að sjá hvað Birta sendir frá sér næst." - Sesselja G. Magnúsdóttir, Morgunblaðið
"Birta dansar ekki einungis fyrir áhorfendur, heldur dansar hún við þá." - Katla Ársælsdóttir, Víðsjá RÚV
Dansari og danshöfundur: Birta Ásmundsdóttir
Hljóðhönnun og tónlist: Atli Snær Ásmundsson
Ljósahönnuður: Cristina Agueda
Myndir: Owen Fiene