Viðskiptaþing 2025

Borgarleikhúsið

13. febrúar

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar í Borgarleikhúsinu og er einn stærsti viðburður ársins í íslensku viðskiptalífi.

Yfirskrift þingsins í ár er „Forskot til framtíðar.“ Þar verður sjónum beint að því hvernig Ísland getur byggt á þeim framförum sem Ísland hefur skapað sér þrátt fyrir áföll síðastliðinna ára. Horft verður til framtíðar og teiknuð upp metnaðarfull framtíðarsýn um hvernig Ísland geti skapað sér ný forskot og undirbyggt þannig stórfellda lífskjarasókn á komandi árum.    

Fyrirlesarar þingsins verða bæði erlendir og innlendir og koma af sviðum fræðimennsku, opinbera geirans og einkageirans. Þeir munu meðal annars fjalla um efnahagslegt frelsi, hagkvæmni í opinberum rekstri og verðmætasköpun.

Meðal þeirra sem koma fram eru eftirfarandi:

  • Johan Norberg, rithöfundur og fræðimaður

  • Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi

  • Róbert Wessman, forstjóri og stjórnarformaður Alvotech

  • Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra

  • Andri Þór Guðmundsson, formaður Viðskiptaráðs

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, er fundarstjóri og mun stýra umræðum í pallborði. Þar eru eftirfarandi meðal þátttakenda.

  • Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmaður Viðreisnar

  • Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins

  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins

Húsið opnar kl. 12:30 í Borgarleikhúsinu og hefst dagskrá kl. 13. Búast má við að formlegri dagskrá ljúki upp úr kl. 16 og í kjölfarið boðið upp á léttar veitingar.

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger