© 2025 Tix Miðasala
Bæjarbíó
•
20. febrúar
Miðaverð frá
5.900 kr.
Guðmundur Pétursson heldur tónleika í tilefni útgáfu plötu sinnar “Wandering Beings” sem kom út í nóvember síðastliðinn og hefur fengið lofsamlegar viðtökur. Titillag plötunnar hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin á síðasta ári og hefur lagið “Battery Brain” nú setið í efstu sætum vinsældalista Rásar 2 undanfarnar vikur.
Guðmundur mun spila á gítar, hljómborð og syngja ásamt framúrskarandi hljómsveit. Í henni eru trommu og slagverksleikararnir Magnús Trygvason Eliassen og Kristinn Snær Agnarsson, Ragnheiður Gröndal spilar á hljómborð og syngur og Andri Ólafsson leikur á bassa.