Translations

Hallgrímskirkja

7. júní

Miðaverð frá

2.900 kr.

TRANSLATIONS

Laugardagur 7. júní kl. 12 / Saturday June 7th at 12 hrs.

Arngerður María Árnadóttir orgel / organ

Una Sveinbjarnardóttir fiðla / violin

Aðgangseyrir / Admission  ISK 2.900

Translations er samfélag um hljóð sem byggir starfsemi sína í kringum orgel- og fiðluverk Unu Sveinbjarnardóttur og Arngerðar Maríu Árnadóttur. Þær búa yfir gríðarmikilli reynslu í tónlistarheiminum sem flytjendur.

Arngerður og Una hafa báðar mikið unnið með spuna og hafa á síðustu árum fengist æ meira við tónsmíðar samhliða öðrum verkefnum.

Fyrsta plata dúósins var hljóðrituð sumarið 2024. Verkin eru að mestu samin í spuna, með pípuorgel og fiðlu í forgrunni en sérstakir gestir á plötunni eru Skúli Sverrisson og Davíð Þór Jónsson. Platan, sem ber heitið “Hik” kemur út hjá Sono Luminus útgáfufyrirtækinu 25. júní 2025.

Á tónleikunum munu þær flytja verk af plötunni Hik ásamt því að gefa áheyrendum forsmekk að næstu plötu sem nú þegar er í smíðum.

HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR!

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger