Bjartmar // Aldís Fjóla í Iðnó

IÐNÓ

8. febrúar

Miðaverð frá

4.900 kr.

Tónlistarfólkið og vinirnir Bjartmar og Aldís Fjóla halda sameiginlega tónleika í Iðnó laugardaginn 8.febrúar næstkomandi og lofa skemmtilegri kvöldstund það sem 90's áhrif munu svífa yfir þeirra frumsamda efni.

Nánar um tónlistarfólkið:

Bjartmar er tónlistarmaður og leikari sem hefur komið víða við. Tónlistin hans er rafskotið indípopp með áhrifum frá 9.-10.áratugnum. Meðal áhrifavalda eru Portishead, Massive Attack, Depeche Mode og The Knife, ásamt kvikmyndatónlist rafmeistara eins og Goblin, Carpenter og Moroder. Fyrsta EP Bjartmars, Deliria, kom út árið 2016 og svo fylgdi önnur, Secondhand Dream í kjölfarið árið 2022. Einnig hefur Bjartmar unnið töluvert með tónlistarmanninum Bistro Boy og gáfu þeir úr plötuna Broken árið 2019. Þó textar og hljóðheimur Bjartmars nýti innblástur úr ýmsum áttum er stíllinn mjög persónulegur og sérstakur - með myrkum blæ en engu að síður er poppið aldrei langt undan.

Hlusta á Bjartmar á Spotify: https://open.spotify.com/artist/5hET7lcLjwaznK8LigkYGx?si=fV8z_G--QpyG2hmxie9p6Q

Aldís Fjóla hefur látið í sér heyra síðan hún tók upp sinn fyrsta hárbursta til að syngja í hann. Árið 2020 gaf hún út sína fyrstu sólóplötu, Shadows, sína aðra plötu 2022 sem bar nafnið Pipedreams. Báðar plöturnar voru samdar og teknar upp í samstarfi við Stefán Örn Gunnlaugsson. Aldís Fjóla hefur komið fram víðsvegar um landið, fengið gríðarlega spilun í Finnlandi og víðar og meðal annars komið fram á Bræðslunni, á Lemmy og haldið tónleika í Iðnó. Árið 2023 komst lag hennar og Halldórs Sveinssonar, Quiet the Storm, í efsta sæti Vinsældarlista Rásar 2. Tónlist Aldísar Fjólu er melankólísk og rokkskotin með áhrif frá ýmsum tónlistarstefnum tíunda áratugarins.

Hljómsveit Aldísar Fjólu skipa:

Aldís Fjóla - Söngur

Stefán Örn Gunnlaugsson - Hljómborð og raddir

Halldór Sveinsson - Fiðla og raddir

Friðrik Jónsson - Gítar

Kristófer Nökkvi Sigurðsson - Trommur

Erla Stefánsdóttir - Bassi og raddir

Hlusta á Aldísi Fjólu á Spotify: https://open.spotify.com/artist/4vuYhS9WdcuL1OAd717ifF?si=slTQtRzsTFa5H-u0UZInAw

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger