© 2025 Tix Miðasala
Úthlíð
•
17. janúar
Miðaverð frá
82.000 kr.
Upplifðu þína innri næringu með Nínu Margréti í Úthlíð
Verður þetta ár persónulegra sigra hjá þér?
Ný hugsun, ný áskorun, ný líðan og ný upplifun.
Þú vilt ekki missa af þér, settu þig í fyrsta sætið á þessu ári. Við ætlum að opna á eitthvað nýtt, njóta saman, hlæja, styrkja okkur og næra á allan hátt.
Þetta er klárlega besta leiðin til að öðlast styrk og gleði í hjarta og kynnast öðrum stórkostlegum gleðigjöfum sem verða með okkur á námskeiðinu. Á öllum námskeiðunum hefur myndast einstakur kærleikur á milli þátttakenda.
Mörgum lífsins spurningum verður svarað þessa helgi. Það þarf ekki endilega eitthvað að vera að til að þú hafir áhuga á að upplifa nærandi helgi. Á námskeiðinu verður losað um spennu og stuðlað að betra andlegu jafnvægi. Þátttakendur fá tækifæri til að auka gleði og jákvæðni með því að tengjast hjartanu, efla lífsgæðin í sínu eigin lífi og auka skilning á erfiðum samskiptum.
Opnaðu hjarta þitt af kærleika til þín og annarra. Dýpkaðu þekkingu þína á sjálfri þér, því þú ert mikilvægasta manneskjan í þínu lífi. Öðlastu þína sýn, þinn mátt og þínar eigin gjafir.
Nína Margrét hefur unnið með sjálfsrækt í 30 ár. Hefur lokið námi sem reikimeistari og er með kennararéttindi fyrir þerapíuna;„Lærðu að elska þig“ og „Ný sýn“ ásamt mörgu öðru.
Markmiðið er að öll fari heim, sátt með sig og sitt. Upplifi meiri lífsskilning, kraft, sjálfstyrk, vellíðan og gleði.
Endilega heyrðu í mér til að fá frekari upplýsingar fyrir þig.
Nína Margrét: 830-0808 - nina.margret.palma@gmail.com