© 2025 Tix Miðasala
Langholtskirkja
•
8. febrúar
Miðaverð frá
4.500 kr.
Karlakórinn Voces Masculorum er að eigin sögn langbesti og hógværasti karlakór landsins. Hann hefur um árabil aðallega sungið í jarðaförum en til að halda upp á 25 ára afmæli kórsins efnir hann til afmælistónleika svo að sem flestir landsmenn geti notið hans fagra, blíða og kraftmikla söngs.
Á efnisskránni verða lögin við vinnuna (útfararsálmar) en einnig önnur hefðbundin karlakórsviðfangsefni, bæði innlend og erlend.
Kórinn er svo ríkur að hafa innanborðs marga hæfileikaríka stjórnendur og hljóðfæraleikara og því munu margir skipta því hlutverki á milli sín. Við munum einnig fá píanó- og orgelleikarann Tómas Guðna Eggertsson til liðs við okkur. Tómas er allt að því einn af okkur, enda höfum við átt langt og farsælt samstarf með honum.