© 2025 Tix Miðasala
Salurinn
•
9. febrúar
Miðaverð frá
3.900 kr.
Stöllurnar Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari dýfa sér í laug íslenskrar leikhústónlistar á tónleikunum Á Ljúflingshól - lögin úr leikhúsinu.
Á tónleikunum verður farið vítt og breitt um íslenska leikhústónlistarsögu og flutt lög eftir mörg af okkar ástælustu leikhústónlistarhöfundum, svo sem Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Ásgeirsson, Atla Heimi Sveinsson, Jón Nordal, Gunnar Reyni Sveinsson og bræðurna Jón Múla og Jónas Árnasyni.
Þess fyrir utan verður frumfluttur nýr flokkur með lögum úr leikritinu Lífið, notkunarreglur eftir Þorvald Þorsteinsson en hann inniheldur lög Magnúsar Þórs Jónssonar - Megasar úr samnefndri sýningu frá árinu 2007 í nýjum útsetningum fyrir söng og píanó eftir Þórð Magnússon.