© 2025 Tix Miðasala
Hof
•
14. - 16. mars
Miðaverð frá
4.900 kr.
Galdrakarlinn í Oz- Leikfélag Menntaskólans á Akureyri Söngleikurinn Galdrakarlinn í Oz er byggður á barnabók L. Frank Baum sem kom út um aldamótin 1900. Leikgerðin er byggð á íslenskri þýðingu Bergs Þórs Ingólfssonar, á leikgerð eftir John Kane.
Fellibylur feykir húsi Dórótheu til framandi töfralands og hún, ásamt hundinum Tótó, vill komast aftur heim. Hún ákveður að leita hjálpar hjá Galdrakarlinum í Oz og á leiðinni til hans hittir hún heilalausu Fuglahræðuna, hjartalausa Tinkarlinn og huglausa Ljónið. Það eru því fleiri sem þurfa á hjálp að halda og saman halda vinirnir í mikla ævintýraferð. Sýningin er fyndin og hjartnæm og sannkölluð veisla fyrir allan aldur. Með glæsilegum söng og dans, litríkum búningum og dáleiðandi leikmynd eru leikhúsgestir dregnir inn í töfrandi heim Oz. Hæfileikar og metnaður unga fólksins glæða söguna lífi.
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri hefur verið þekkt fyrir metnaðarfullar leiksýningar í fjölda ára en í ár koma hátt í 90 nemendur Menntaskólans á Akureyri að verkinu, hvort sem það er með leik, dansi eða tónlist, markaðssetningu, búninga -og leikmyndahönnun eða hárgreiðslu og förðun. Dóróthea uppgötvar töfra Oz á ný í Hofi 2025, í leikstjórn Egils Andrasonar.