© 2025 Tix Miðasala
Bæjarbíó
•
22. mars
Miðaverð frá
7.990 kr.
SúEllen vaknar til lífsins!
Norðlenskur Skriðjökull á hljómborðinu!
SúEllen er ein lífseigasta hljómsveit Íslandssögunnar en hún var stofnuð 1983 í Neskaupstað.
Blómaskeið hljómsveitarinnar var frá 1987-1994. Síðan þá hefur hljómsveitin átt góða spretti í tónleikahaldi og útgáfu á safnplötu og plötu með nýju efni.
Hljómsborðleikari sveitarinnar Ingvar Lundberg lést árið 2022 og varð það hljómsveitinni, vinum og fjölskyldu mikið og þungt áfall.
Ekki var ljóst hvort SúEllen myndi starfa áfram.
Eftirlifandi meðlimir hafa undanfarið hugsað hvort þeir ættu að hætta, hrökkva eða stökkva? Eftir góða fundi og hvatningu vina og aðdáanda er nú ákveðið að SúEllen ætlar að taka stökkið - spila, syngja og njóta. Allt í anda Ingvars!
Hann bað okkur á dánarbeðinu að hætta aldrei að hafa gaman og hvað er gaman? Jú tónleikar með SúEllen! Eða það finnst okkur!
Guðmundur R. Gíslason, söngur og kassagítar
Steinar Gunnarsson, bassi og söngur
Bjarni Halldór Kristjánsson, gítar og söngur
Jóhann Geir Árnason trommur
Nýjasti meðlimur sveitarinnar er
Jóhann Ingvason sem spilar á hljómborð. Jóhann var áður í Skriðjöklum, Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar, Hunangi, Sixites og fleiri sveitum.
Gestagangur verður á tónleikunum og búast má við tilkynningu hvað það varðar á næstunni.