marvaða móment #3: CYBER útgáfutónleikar SAD :’(

marvaða

13. desember

Upplifðu epískt ferðalag CYBER í gegnum unglinga angist á SAD :’( útgáfutónleikum 13. desember í marvöðu.

CYBER sendir frá sér nýju plötuna SAD :’( þar sem farið er í hljóðbylgjuleiðangur um reynsluheim hljómsveitarmeðlimanna á unglingsárum. Af þessu tilefni er blásið til útgáfutónleika með CYBER í marvöðu þann 13. desember. Hljómplatan fer með áheyrendurna inn í hulda veröld tveggja unglinga sem deila svefnherbergi í grísku hringleikahúsi þar sem áhorfendur virða fyrir sér og íhuga sérhverja hreyfingu þeirra. SAD :’( er undir áhrifum frá háskólarokki, svefnherbergispoppi, hyperpoppi og tilfinningaþrunginni emo-tónlist. Úr þessari blöndu verður til kraftmikill og tilfinningaþrunginn rússíbani sem þeytir manni aftur í tímann á viðkvæmnisleg fyrstu fullorðinsárin, með aðstoð einstökum gestum kvöldsins, en Jónsi og tatjana munu koma fram ásamt CYBER.

Hljómsveitin CYBER var stofnuð árið 20012 sem þrassmetal/diskó-fyrirbæri og er enn sem fyrr tilraunakennt, raftónlistarverkefni sem lýtur engum tónlistarstefnum undir forystu Sölku Valsdóttur (neonme) og Jóhönnu Rakel (Joe). Hljómsveitin var nefnd eftir varalit sem þeim þótti báðum alveg æði þegar þau voru sextán og urðu bestu vinir. Með fimm útgáfuverkefnum á jafnmörgum árum, tónleikaferðalögum um alla Evrópu með hinu þekkta strákabandi HATARI og með því að hita upp fyrir hljómsveitir eins og Sevdaliza og Migos, hefur CYBER komið sér kyrfilega fyrir á kortinu sem leiðandi gleðigjafi á sviði lifandi tilraunatónlistar. Platan þeirra VACATION var verðlaunuð sem besta hipphopp/rapp-platan á Íslensku tónlistarverðlaunahátíðinni árið 2020.

Hljómsveitin Amor Vincit Omnia hitar upp og Dj. Mellí þeytir skífum.

marvaða
Fiskislóð 31D, 101 Reykjavík
19.00

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger