Myrkir músíkdagar 2025: For Boys and Girls / Skerpla

Harpa

26. janúar

Miðaverð frá

2.500 kr.

Flytjendur: Skerpla – tónlistarhópur tónlistardeildar Listaháskóla Íslands

Frá síðastliðnu hausti hafa meðlimir Skerplu, undir handleiðslu Berglindar Maríu Tómasdóttur, prófessors við tónlistardeild Listaháskóla Íslands, kafað ofan í feril og list nokkurra liðsmanna hins svokallaða SÚM-hóps, sem starfræktur var hér á landi á árunum 1965-1972. SÚM-hópurinn samanstóð af myndlistarfólki sem deildu ekki endilega sömu sýn á list sína en áttu þó sameiginlegt að vilja víkka mörk listarinnar og leiða inn á nýjar, ókannaðar slóðir. Þrátt fyrir fjölbreytilega nálgun meðlima mátti finna sameiginlegan þráð í sýn þeirra að vilja gera listsköpunina sjálfa að hversdagslegri athöfn sem væri jafn eðlilegur hluti af hversdeginum og hvað annað. Efniviður listarinnar mætti vera úr hugmyndum líkt og hvað annað og að ekki þyrfti forsögu listasögunnar til að njóta þeirra.

Á efnisskrá má finna verk sem liðsmenn Skerplu hafa unnið að síðastliðna önn, sem eru innblásin af könnunarferð nemenda um verk meðlima SÚM-hópsins, auk þess sem flutt verður verk Atla Heimis Sveinssonar, For Boys and Girls (1967) sem Atli tileinkaði meðlimum SÚM.

Skerpla er tónlistarhópur sem starfar innan Listaháskóla Íslands, stofnaður haustið 2018. Skerpla rannsakar, skapar og flytur tónlist af tilraunakenndum toga með það að markmiði að víkka út hefðbundnar hugmyndir um tónlist. Berglind María Tómasdóttir, prófessor við Listaháskóla Íslands, og John McCowen, stundakennari við LHÍ leiða starfsemi Skerplu.

https://skerpla.lhi.is/

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger