KK og Sinfó

Sinfóní­uhljóm­sveit Íslands

22. maí

Miðaverð frá

4.900 kr.

Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK, er fyrir löngu orðinn einn af ástsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar. Einlægni, húmor og hlýja einkenna tónlist hans og texta en hann hefur einnig verið áberandi í hlutverki samfélagsrýnis. Það má segja að KK hafi komið eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf með plötunni Bein leið, sem út kom árið 1992 og innihélt m.a. lögin Vegbúann og Þjóðveg, lög sem enn eru þjóðarsálinni afar kær. Hljómplötur KK eru nú orðnar rúmlega 20 talsins; ýmist sólóplötur, með KK bandinu, en einnig í samstarfi við annað tónlistarfólk.

Á þessum tónleikum flytja KK og Sinfó mörg þekktustu laga hans í nýjum hjómsveitarútsetningum. Lögin spanna hans langa og farsæla feril og má þar nefna t.d. Álfablokkina, Grandhotel, Engla himins grétu í dag**,** Hafðu engar áhyggjur og I think of angels.

Ellen Kristjánsdóttir kemur einnig fram á tónleikunum og tekur lagið með KK.

Ekki missa af einstökum tónleikum með einstökum tónlistarmanni og Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Miðasala hefst föstudaginn 22. nóvember kl. 10:00.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger