© 2024 Tix Miðasala
Elliðaárdalur, Reykjavík
•
11. desember
Miðaverð frá
1.000 kr.
Umhyggja og CP félagið standa fyrir sýningum á Ævintýri í jólaskógi með bættu aðgengi þann 11. des í Elliðaárdalnum á milli klukkan 17:00-18:10. Sýningar hefjast á 10 mínútna fresti og tekur hver leiksýning um það bil klukkkutíma. Áhorfendur ferðast í litlum hópum um Elliðaárdalinn, vopnaðir vasaljósum og hitta á ferðum sínum persónur úr jólafjölskyldu okkar Íslendinga. Miðaverð er 1.000 kr. og frítt fyrir börn undir 2 ára. Sýningin hentar öllum sem þurfa bætt aðgengi, hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna. Áhorfendur eru hvattir til að klæða sig eftir veðri og mæta með vasaljós.
Aðkoman er við Rafstöðina í Elliðaárdal/Elliðaárstöð - Rafstöðvarveg 6, 110 Reykjavík.
Ævintýri í Jólaskógi er tæplega klukkutíma löng sýning þar sem áhorfendur ferðast um í litlum hópum í Elliðaárdalnum, vopnaðir vasaljósum og hitta á ferðum sínum persónur úr jólafjölskyldu okkar Íslendinga, þau Grýlu, Leppalúða, jólasveinana og tröllasystkini þeirra.
Sýningar hefjast á 12 mínútna fresti og byrja ekki fyrr en farið er að skyggja. Þannig byrjar fyrsta sýning hvers dags klukkan 17.00 og leggur þá fyrsti hópurinn af stað í vasaljósagöngu inn í dalinn. Ferðalagið
hefur verið varðað með jólakúlum, luktum og öðru jólaskrauti.
Eftir stutt ferðalag koma áhorfendur svo að fyrsta „sviðinu" en þar er vel tekið á móti hópnum og flutt lítil jólasaga um ævintýri tröllafjölskyldunnar, lífið í Grýluhelli og jól fyrri tíma. Verkið er tæpar tíu mínútur í flutningi og þegar því lýkur heldur hópurinn áfram ferð sinni um dalinn. Litlu innar rekast áhorfendur á fleiri tröll en alls er um að ræða fjögur „svið“, fjórar litlar sögur, sem hver um sig er flutt af einhverjum íbúa Grýluhellis. Ferðin tekur þannig tæpan. klukkutíma og að henni lokinni er öllum boðið í myndatöku með jólasveini auk þess sem boðið er upp á heitt kakó og piparkökur.
Ævintýri í Jólaskógi var frumflutt fyrir jólin 2020 og er þetta því þriðja árið sem www.jolasveinar.is bjóða upp á þessa skemmtilegu sýningu.
Í ár er í annað sinn boðið upp á sýninguna með bættu aðgengi en Umhyggja-félag langveikra barna og CP félagið standa fyrir henni og niðurgreiða aðgangsmiða. Sýning hentar öllum sem þurfa bætt aðgengi.
Verkið er eftir Önnu Bergljótu Thorarensen og er það hún, ásamt Andreu Ösp Karlsdóttur, Hlyni Þorsteinssyni, Sigsteini Sigurbergssyni, Stefáni Benedikt Vilhelmssyni og Þórunni Lárusdóttur sem ber ábyrgð á því að jólasveinafjölskyldan skili sem bestu verki. Flest þekkjum við þau fyrir störf sín með Leikhópnum Lottu og eru þau vön að setja upp sýningar utandyra þó vissulega sé óvenjulegt að þau velji náttúruna sem sýningarstað svona að vetri til.
Við mælum með sýningunni fyrir fjögurra ára og eldri en að sjálfsögðu eru allir velkomnir til okkar.