© 2024 Tix Miðasala
Tjarnarbíó
•
8. desember
Miðaverð frá
4.900 kr.
Sunnudaginn 8. desember verður slegið til Jólatónleika í Tjarnarbíói þar sem landsþekktir listamenn koma fram til stuðnings verðugu málefni. Allur ágóði rennur beint til hjálparstarfs í Palestínu á vegum rauða hálfmánans, nú þegar þess er svo sárlega þörf. Allir sem fram koma gefa vinnu sína, auk skipuleggjenda og Tjarnarbíói gefur notkunina á húsinu. Miðaverð er margvíslegt svo tónleikagestir greiða sem þau geta.
Fram koma:
Páll Óskar Hjálmtýsson
Svala Björgvinsdóttir
Ellen Kristjánsdóttir
Curro Rodriguez
Afterpartyangel
Systur
Hönnun plakats: Sveinn Snær Kristjánsson
Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi ávarpar gesti, en nýverið fordæmdi Amnesty hópmorð Ísraels í Gaza, sem er í fyrsta sinn í sögu samtakanna.