Sanctus Ludus - Helgileikur að hætti Söngfjelagsins

Langholtskirkja

8. desember

Miðaverð frá

6.500 kr.

Jólatónleikar Söngfjelagsins eru orðnir fastur liður á aðventunni. Í ár verður boðið upp á helgileik að hætti Söngfjelagsins þar sem jólasagan verður sögð í tali og tónum. Sérstakir gestir eru Pálmi Gunnarsson og Ragnheiður Gröndal, en undirleik annast hljómsveit Kjartans Valdimarssonar. Hver veit nema einn leynigestur líti líka við!

Dagskráin er fjölbreytt en friður, gleði og kærleikur munu svífa yfir vötnum. Nýtt lag og textar eftir Hjörleif Hjartarson ásamt lagi eftir Karl Ágúst Úlfsson eru á dagskrá, en rúsínan í pylsuendanum verður frumflutningur á jólalagi Söngfjelagsins, Aðfangadagur, sem í ár er samið af Hróðmari I. Sigurbjörnssyni við ljóð Gerðar Kristnýjar.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger