DIETRICH

Parliament Hotel

4 sýningar

Miðaverð frá

6.500 kr.

„Þú situr í reykmettuðum tónleikasal. Ljósin dofna á kristalsljósakrónunni í loftinu. Ekkert er eftir nema kringlóttur ljóspunktur á sviðinu.

Inn í ljósið gengur kona í demantsskreyttum kjól og hvítum pels sem dregst eftir gólfinu.“

DIETRICH er ný íslensk leiksýning um hina goðsagnakenndu Marlene Dietrich.

Leyfðu þér að ferðast aftur í tímann í sýningu þar sem þér gefst færi á að upplifa stemningu stríðsáranna, millistríðsáranna og gullaldarinnar í Hollywood sem og eldheit ástarsambönd, örvæntingarfulla vonbiðla og harmþrungið ævikvöld.

Ferðalagið í gegn um líf, feril, ástir og ævintýri Marlene Dietrich er bæði nostalgísk stund fyrir öll þau sem eftir söngkonunni muna, sem og bergmál af ævilangri baráttu konu gegn stríði og staðalímyndum síns samtíma.

Flytjendur: Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Jóhann Axel Ingólfsson

Höfundur: Sigríður Ásta Olgeirsdóttir

Leikstjóri: Snædís Lilja Ingadóttir

Framleiðandi: Bláir englar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger