© 2024 Tix Miðasala
Harpa
•
26. janúar
Miðaverð frá
2.500 kr.
Samstarf þeirra Guðrúnar Óskarsdóttur, semballeikara og Heleen Van Haegenborgh, tónskálds og píanóleikara sækir innblástur í heim þjóðsagna og sér í lagi í þann eiginleika þjóðsagna að geta umfaðmað flókin viðfangsefni úr mannlegri tilveru og umbreytt í einfalda og skýra mynd. Í verki Heleen van Haegenborgh „Þjóðsögur fyrir hljómborð og strengi“ er að finna tilvísanir í staði og umhverfi þar sem mannlegar athafnir og náttúra mætast, líkt og „leikvöllur“, „kirkjugarður“, „svefnherbergi“, „verksmiðja“, „skógur“. Endurspeglast þessa tilvísanir í hljóðheimi verksins í gegnum samblöndu vettvangshljóðritanna, tilviljunarkennds samtínings þjóðlegs efnis í bland við næstum andstæða hljóðheima píanósins og sembalsins.
Verkið var upphaflega pantað af Transit Festival í Belgíu og frumflutt á þeirri hátíð í október 2020.
Tónleikarnir eru um klukkustundarlangir, án hlés
Efnisskrá:
Heleen van Haegenborgh – Folklore for strings and keys (2020)
Flytjendur:
Guðrún Óskarsdóttir, semball
Heleen Van Haegenborgh, píanó