Myrkir músíkdagar 2025: Nýtt og nýrra / Hildigunnur Einarsdóttir & Guðrún Dalía

Harpa

25. janúar

Miðaverð frá

2.500 kr.

Þær Hildigunnur Einarsdóttir, mezzósópran og Guðrún Dalía Salómonsdóttir, píanóleikari, hafa í meira en áratug kafað ofan í sögu sönglagsins hér á landi og komið ítrekað að þessu margslungna tjáningarformi. Á Myrkum músíkdögum blása þær Hildigunnur og Guðrún Dalía til veislu til heiðurs sönglaginu og veita innsýn í heim þess hér á landi í samtímanum.

Heyra má nýja og nýlega tónlist þeirra Ingibjargar Ýrar Skarphéðinsdóttur, Kolbeins Bjarnasonar, Steinunnar Arnbjargar Stefánsdóttur, Önnu Þorvaldsdóttur, Huga Guðmundssonar, Finns Karlssonar og Páls Ivans frá Eiðum við ljóð og texta höfunda á borð við Steinunni Sigurðardóttur, Gerði Kristnýju, Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur og fleiri höfunda.

Tónleikarnir eru um klukkustundarlangir, án hlés.

Flytjendur:

Hildigunnur Einarsdóttir, mezzosópran

Guðrún Dalía Salomonsdóttir, píanó

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger